Karfan er tóm.
Tvö efstu liðin, Mammútar og Riddarar, áttu að mætast í kvöld en leiknum var frestað vegna veikinda og forfalla hjá Mammútum. Mammútar halda engu að síður efsta sætinu með sjö sigra en Víkingar unnu Svarta gengið í kvöld og eru komnir upp að hlið Riddara með sex sigra. Fífurnar, Garpar og Skytturnar koma þar á eftir með fimm sigra. Fífurnar unnu Üllevål örugglega í kvöld og Garpar sigruðu Skytturnar með einu stigi eftir að hafa skorað fimm stig í lokaumferðinni. Üllevål og Svarta gengið sitja nú á botninum, aðeins einum sigri á eftir næstu liðum. Þar sem nú hefur tveimur leikjum verið frestað eru það fjögur lið sem hafa leikið einum leik færra en hin liðin. Þetta eru Riddarar, Mammútar, Skytturnar og Üllevål. Ætlunin er að Skytturnar og Üllevål mætist miðvikudagskvöldið 17. mars en ekki hefur verið ákveðið með leikdag á milli Riddara og Mammúta.
Úrslit elleftu umferðar:
Riddarar - Mammútar | frestað |
Skytturnar (20) - Garpar (163,5) | 7-8 |
Üllevål (161) - Fífurnar (185,4) | 1-8 |
Víkingar (185,4) - Svarta gengið (128) | 8-3 |
Staðan er nú þessi:
Sigrar | Töp | |
Mammútar | 7 | 3 |
Víkingar | 6 | 5 |
Riddarar | 6 | 4 |
Fífurnar | 5 | 6 |
Garpar | 5 | 6 |
Skytturnar | 5 | 5 |
Üllevål | 4 | 6 |
Svarta gengið | 4 | 7 |
Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði má sjá í excel-skjali hér.
Tólfta umferð átti að fara fram miðvikudagskvöldið 10. mars en þar sem úrslitarimman í hokkíinu fer í fimm leiki verður lokaleikurinn í þeirri rimmu leikinn það kvöld þannig að færa verður krulluleikina til. Að öllum líkindum munu leikirnir fara fram kvöldið eftir, fimmtudagskvöldið 11. mars nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Þetta verður tilkynnt hér á vefnum með óyggjandi hætti á morgun, þriðjudag.
Í tólftu umferðinni eigast við:
Braut 1: Svarta gengið - Üllevål
Braut 2: Mammútar - Víkingar
Braut 4: Fífurnar - Skytturnar
Braut 5: Garpar - Riddarar