Krulludeild: Ný kennitala, nýtt reikningsnúmer


Krulludeildin hefur fengið sína eigin kennitölu og þar með einnig nýjan bankareikning. Greiðsluseðlar fyrir árgjaldi deildarinnar 2011 væntanlegir í heimabanka krullufólks. 

Framvegis þegar krullufólk greiðir þátttökugjöld í mótum eiga allar slíkar greiðslur að fara inn á nýja reikninginn. Það á einnig við um þátttökugjaldið í Ice Cup nú í vor - sem er 26.000 krónur á lið og best fyrir gjaldkera ef hvert lið getur greitt það gjald í einu lagi inn á reikninginn, setja nafn liðs eða móts í skýringu og jafnvel rafræna kvittun í netfangið davidvals@simnet.is. 

Nýi reikningurinn:
0302 - 13 - 306209
Kt. 620911-1000

Nokkuð hefur dregist að innheimta árgald Krulludeildar fyrir árið 2011, meðal annars vegna þessara breytinga með kennitöluna og reikningsnúmerið. En nú eru greiðsluseðlar væntanlegir í heimabanka krullufólks - og er fólk beðið um að bregðast við á jákvæðu nótunum. Gjaldið fyrir 2012 verður síðan væntanlega innheimt á komandi hausti.