Karfan er tóm.
Færri steinar, færri liðsmenn, frjálslegri reglur. Spilað á miðvikudagskvöldum.
Mótið sem fram fer á miðvikudögum í febrúar, mars og apríl (lengdin ræðst af þátttökunni) verður með frjálslegu sniði og breytt er út af hinum almennu krullureglum varðandi fjölda í liði og fjölda steina, aðallega til að stytta leiktímann þar sem við byrjum seint á miðvikudögum og til að auðvelda fleirum að vera með.
Skráning liða í mótið er hafin, en einnig verður tekið við skráningum við upphaf mótsins miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Skráningar sendist í netfangið haring@simnet.is.
Reglurnar
1.
Keppt er í þriggja manna liðum. Leyfilegt að skrá fjóra menn í lið og nota að auki fimmta "óskráða" manninn í
neyðartilfellum, jafnvel liðsmann úr öðru liði ef þannig stendur á (með leyfi andstæðings).
Krullufólk er hvatt til að mynda "ný" lið, þ.e. brjóta upp þau lið sem nú eru til staðar og mynda lið með krullufólki sem
það hefur ekki spilað með áður.
2.
Miðað er við að allir keppi við alla, hugsanlega tvöfalda umferð. en það fer eftir fjölda liða.
3.
Leikjadagskrá verður sveigjanleg eftir því hvaða lið mæta hverju sinni. Ef þörf er á verður ákveðið á
staðnum hvaða lið leika saman í það skiptið.
4.
Hvert lið leikur sex steinum.
5.
Hver leikur er sex umferðir, leikinn er einn leikur á kvöldi.
6.
Reglan um "frívarðasvæði" (free guard zone) gildir aðeins um fyrsta stein hvors liðs (þegar liðið sem byrjar skýtur sínum öðrum
steini má skjóta út hvaða steini sem er).
7.
Kastað er upp á (eða steini snúið) hvort liðið hefur val um síðasta stein.
8.
Jafntefli eru leyfð, 2 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli.
9.
Röðun liða: Stig, innbyrðis viðureignir, aukaleikur.