Karfan er tóm.
Mammútar beint í úrslitaleikinn. Víkingar og Fífurnar leika undanúrslitaleik, sigurliðið leikur gegn Mammútum. Fálkar fara beint
í bronsleikinn.
Mammútar tóku leikinn í sínar hendur strax í annarri umferð, skoruðu þá fimm stig og voru komnir í 6-0. Víkingar minnkuðu muninn í 6-2, en aftur skoruðu Mammútar fimm stig og má segja að þar með hafi þeir gert út um leikinn, nánast formsatriði að klára leikinn, jafnvel á því svelli sem við eigum við að etja. Mammútar bættu svo við þremur stigum, Víkingar skoruðu tvö stig í sjöttu umferðinni og lögðu svo niður vopnin. Úrslitin: Mammútar - Víkingar 14-4.
Fífurnar sigu hægt og bítandi fram úr Fálkum í fyrri hluta leiksins, staðan orðin 1-5 Fífunum í vil þegar leikurinn var háflnaður. Fálkar skoruðu þá tvö stig, en Fífurnar skoruðu strax tvö stig í næstu umferð. Fálkunum tókst aðeins að skora eitt stig í næstsíðustu umferðinni, og með þriggja stiga mun áttu Fífurnar ekki í vandræðum með að sigla sigrinum í höfn í lokaumferðinni. Úrslit: Fálkar - Fífurnar 4-7.
Í kvöld var meiningin að leika frestaðan leik úr þriðju umferð deildarkeppninnar, en Svartagengið gaf Skyttunum leikinn. Skytturnar enda því í 8. sæti og Skytturnar í 9. sæti.
Mammútar beint í úrslitaleik
Með sigrinum í kvöld tryggðu Mammútar sér sæti í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, en Víkingar fara í undanúrslitaleik
gegn Fífunum. Sá leikkur fer fram miðvikudagskvöldið 28. mars og hefst um kl. 20.30 (heflun kl. 20.00). Sigurliðið leikur til úrslita gegn Mammútum
á laugardag kl. 18, en tapliðið leikur um bronsverðlaun gegn Fálkum á sama tíma.