Karfan er tóm.
Íslandsmótinu í krullu lýkur á laugardagskvöld, 12. apríl, en þá fara fram úrslitaleikir sem áttu að fara fram mánudagin 24. mars en var frestað vegna bilunar í íshefli.
Leikirnir hefjast kl. 18 á laugardag. Verðlaunaafhending og flatbökur í höllinni eftir leiki.
Garpar og Mammútar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, en Garpar tryggðu sér fyrr í vetur deildarmeistaratitilinn. Mammútar sigruðu Ice Hunt í undanúrslitum og mæta því Görpum.
Ice Hunt og Freyjur spila um bronsverðlaun.
Eftir leikina verður boðið upp á veitingar í Skautahöllinni og verðlaun afhent.