Vormót Krulludeildar: Jón Rögnvalds á toppinn

Jón ef efstur. Mynd: Halli
Jón ef efstur. Mynd: Halli


Þrjár umferðir fóru fram í Vormótinu í gærkvöldi. 

Tólf mættu til leiks í gærkvöldi og var því spilað í þriggja manna liðum - sex steinar á lið. Þar sem tíminn var nægur var ákveðið að bæta við þriðju umferðinni þannig að nú hafa alls verið spilaðar sjö umferðir. Þegar upp verður staðið eru það átta bestu skor hjá hverjum keppanda sem gilda þannig að í næstu umferðum má búast við að keppnin jafnist þegar einhverjir verða búnir að spila fleiri en átta leiki og geta þar af leiðandi "losað" sig við slæmu skorin.

Efsti maður fyrir leikina í gærkvöldi, Kristján Þorkelsson, tapaði öllum þremur leikjum sínum í gærkvöldi og féll þar með niður í þriðja sætið. Hann vann alla leiki fyrstu tvö keppniskvöldin.  

Staðan efstu manna:
1. Jón Grétar Rögnvaldsson = 97 stig
2. Sigfús Sigfússon = 95 stig
3. Kristján Þorkelsson = 78 stig 

Sjá öll úrslit og stöðu í excel-skjali hér.

Næst verður spilað miðvikudagskvöldið 18. apríl.