Vormót Krulludeildar: Úrslit 1. og 2. umferðar

Kiddi Þorkels er efstur. Mynd: HI
Kiddi Þorkels er efstur. Mynd: HI


Mótið stendur yfir allan aprílmánuð. Ekki spilað á annan í páskum.

Vormótið er spilað með einstaklingsfyrirkomulagi þannig að breytilegt er eftir umferðum hverjir spila saman í liði og safnar hver leikmaður þeim stigum sem hans lið ávinnur sér hverju sinni. Reglurnar má finna í excel-skjalinu þar sem einnig er að finna úrslit og stigasöfnun þátttakenda.

Athugið að smávægileg lagfæring var gerð á stigaútreikningi frá því sem rætt var um við upphaf mótsins. Stigagjöfin er þannig að fyrir sigur fást 10 stig, 5 stig fyrir jafntefli og að auki 2 stig fyrir hverja unna umferð og 1 stig fyrir hvern skoraðan stein.


Efstu menn eftir tvær fyrstu umferðirnar:
1. Kristján Þorkelsson 34 stig
2. Jón Ingi Sigurðsson 31 stig
3. Jón Grétar Rögnvaldsson 28 stig 

Annað keppniskvöld Vormótsins verður miðvikudagskvöldið 11. apríl. Athugið að engin krulla verður í kvöld, annan í páskum.