Flýtileiðir

Fréttir

13.12.2024

SA Víkingar í toppsætið með sigri á Fjölni

Í gær tók karlaliðið okkar á móti Fjölni hér í Skautahöllinni og báru sigur úr býtum, 3 - 2. Leikurinn var frá upphafi jafn og spennandi og hart var barist frammi fyrir fjölda áhorfenda. Loturnar fóru 1 - 0, 2 - 1 og 0 - 0, og SA átti 30 skot á mark á móti 21 skoti frá Fjölni. Fyrsta mark leiksins skoraði Unnar Rúnarsson í power play eftir sendingar frá Óla Badda og Atla Sveins. Fjölnir jafnaði fljótlega í 2. lotu en Atli Sveinsson kom SA yfir eftir "coast to coast" sem byrjaði á sendingu frá markverðinum Róberti Steingrímssyni, sem átti gríðarlega góðan leik í gær. Þriðja markið skoraði svo Marek Vybostok eftir sendingar frá Matthíasi Stefánssyni og Una Blöndal.
06.12.2024

80 ára afmælishátíð ÍBA í boganum á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni verður slegið upp í íþróttahátíð í Boganum á Akureyri laugardaginn 7.desember. Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.
03.12.2024

Skautafélag Akureyrar úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
02.12.2024

Íslandsmeistaramót ÍSS um helgina.

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI