SA Bikarmeistari ÍSS 2021

Bikarmeistarar 2021 (mynd: ÍSS)
Bikarmeistarar 2021 (mynd: ÍSS)

Um helgina lauk Bikarmótaröð ÍSS og hreppti Skautafélag Akureyrar Bikarmeistaratitil ÍSS með 103 stig. Stúlkurnar okkar stóðu sig frábærlega og unnu gullverðlaun í Advanced Novice, Junior og Senior.

Í Advanced Novice flokki var það Freydís Jóna Jing Bergsveindóttir sem skautaði til sigurs með kröftugri frammistöðu í frjálsa prógramminu. Freydís var efst eftir fyrri keppnisdaginn og framkvæmdi hún tvo tvöfalda Axela (2A) og gerði góða tilraun að þreföldu Salchow (3S) og uppskar 51.68 stig og samanlagt 86.87 heildarstig.

Í Junior flokki var það Júlía Rós Viðarsdóttir sem átti samt daginn og framkvæmdi krefjandi prógram með þreföldum stökkum (3S í samsetningu, 3S< og 3T<<) og flottum tvöföldum Axel (2A). Júlía Rós hefur gengið frábærlega í vetur og verið lang hæst meðal jafningja. Hún fékk í dag 76.59 stig sem skilaði sér í heildarstigum upp á 119.26 og fyrsta sætið í höfn.

Í efsta keppnisflokkinum Senior keppir nú Aldís Kara Bergsdóttir sem hefur verið atkvæðamikil í skautaíþróttinni og er nýfarin að keppa á fullorðinsstigi en hafði ekki átt góðan dag í skylduæfingunum en kom sterk tilbaka í frjálsa prógramminu. Aldís Kara raðaði niður elementunum sínum örugg og glæsilega og uppskar 79.25 stig og samanlagt 104.35 heildarstig.*

Glæsilegur árangur hjá stúlkunum og okkar og við óskum þeim öllum og þjálfurum þeirra til hamingju með glæsilegan árangur.

Bikarmeistarar 2021. (mynd: ÍSS)

*tekið af IceSkate.is