29.10.2024
Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliða þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
25.10.2024
Skautafólk sem man eftir útisvellunum eiga misjafnlega góðar minningar frá því að þurfa að byrja æfingarnar á því að hreinsa svellið af snjó. Oftar en ekki voru verkfærin verklegar sköfur sem kallaðar voru klárur.
25.10.2024
Um helgina fer fram í Egilshöll alþjóðlega skautamótið Northern Light trophy sem haldið er af ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið. Við í SA eigum 4 keppendur á þessu móti.
24.10.2024
Dómaranefnd íshokkísambandsins boðar til dómaranámskeiðs laugardaginn 26. október 2024. Námskeiðið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 13:00.
Dómaranefndin óskar eftir að fá alla sem munu dæma á yngri flokka mótum, bæði unga leikmenn og vel skautandi einstaklinga úr fullorðinsstarfi, óháð því hvort þeir séu keppendur í mótum sambandsins eða ekki á þetta námskeið.
Félagsmenn í SA eru hvattir til þess að skrá sem flesta á þetta námskeið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum netið hér eða skanna QR-kóðann hér að neðan til að komast beint í skráningarformið.
23.10.2024
Heilbrigðisteymi Skautahallarinnar á Akureyri, sem var stofnað síðastliðið haust að frumkvæði Jóhanns Þórs Jónssonar, hefur nú starfað í heilt tímabil. Heilbrigðisteymið hefur reynst frábærlega fyrir íþróttastarfsemi Skautahallarinnar og hefur skilað af sér greinargerð af tilefni þessara tímamóta.
11.10.2024
Skautahlaup 16.okt-20.nóv. Miðvikudaga 19.30-21.05 og útiæfingar.
Veturinn er á leiðinni! Það er æði að hreyfa sig úti og svífa á ísnum á svellinu á hlaupaskautum eða finna fyrir hraðanum i skautahöllinni. Skautahlaup er frábær æfing fyrir rass-og lærvöðvana og jafnvægið.
09.10.2024
Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar (SA) hefur undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning við Jako sem mun sjá deildinni fyrir íþróttafatnaði. Mikil ánægja er meðal félagsins með samstarfið sem hófst á síðasta ári. Jako hefur frá upphafi veitt framúrskarandi þjónustu og hefur komið til Akureyrar til að halda mátunardaga fyrir iðkendur SA.
03.10.2024
SA tekur á móti Fjölni í Toppdeild kvenna á sunnudag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur var skemmtilegur en þessi verður enn skemmtilegri. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða og ársmiðasala á Stubb.
Burger fyrir leik og í leikhléi.
Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin.
Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/nKKwLn
Ársmiðasala https://stubb.is/sa/passes
02.10.2024
Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.