Æfingabúðir LSA 2010
Undir "Sumaræfingabúðir 2010" má finna hópaskiptingar, tímatöflu og matseðil. Fylgist vel með þessari upplýsingasíðu!
Undir "Sumaræfingabúðir 2010" má finna hópaskiptingar, tímatöflu og matseðil. Fylgist vel með þessari upplýsingasíðu!
Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 26.maí kl. 19:45 í Skautahöllinni (fundur stjórnar LSA er sama kvöld kl. 20.30) Á fundinum munu Vilborg Erla fomaður og Vigdís meðstjórnandi ganga úr stjórninni en aðrir gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Óskað er eftir a.m.k. tveimur foreldrum til að fylla skörð þeirra sem hætta. Þeir sem gefa kost á sér til starfa eru beðnir um að gera vart við sig með pósti á netfangið jona@norðlenska.is fyrir fundinn. Einnig má hringja í síma 840 8805. Vakin er athygli á mikilvægi öflugs foreldrastarfs fyrir fjáröflun vegna keppnisferða o.fl.
Fyrir hönd sitjandi stjórnar
Jóna, Rakel, Hermann og Bryndís.
Ef einhver er að hugsa um að taka pappír til fjáröflunar fyrir skautabúðirnar þá langar mig að byðja þá að gera það núna í maí mánuði. Við verðum svo í sumarfríi í júní og júlí byrjum svo hress í ágúst og þá er hægt að fá pappír aftur.. En látið mig vita áður en þið náið í hann..
PAPPÍR Í SUMARFRÍI Í JÚNÍ og JÚLÍ
kv. Allý
E.S. Þið getið líka farið með flöskur og lagt inn hjá listhlaupadeildinni í endurvinslunni og kvittað nafnið ykkar ( nafn barns ) og þið eigið ykkar flöskupening..