28.12.2020
Sarah Smiley og Ingvar Þór Jónsson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2020.
15.12.2020
Jólasýning LSA fer fram sunnudaginn 20. desember kl 15. Sýningunni verður streymt frá rás SA TV.
14.12.2020
Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019.
14.12.2020
Íshokkísamband Íslands hefur valið þau Sunnu Björgvinsdóttur og Jóhann Má Leifsson íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi.
17.11.2020
Æfingar leik- og grunnskólabarna hefjast aftur í skautahöllinni á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember. Það eru einhverjar breytingar á æfingatímum svo við hvetjum fólk til þess að fylgjast með upplýsingum um æfingartíma á sportabler. Svo minnum við foreldra á að það er enþá áhorfendabann og aðeins skal komið inn í skautahöllina í brýnustu nauðsyn. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur á ísnum á morgun.
30.10.2020
Samkvæmt nýjustu sóttvarnarráðstöfunum er allt íþróttastarf óheimilt frá miðnætti og til 17. nóvember. Skautahöllin verður því lokuð fyrir bæði æfingar og almenning næstu 2-3 vikurnar.
05.10.2020
Stjórnin hefur tekið ákvörðun um að fresta krulluæfingum vegna uppgangs Covid. Því verður engin æfing í kvöld.
05.10.2020
SA Víkingar hófu Hertz-deildina með látum á laugardag þegar þeir unnu 5-0 sigur á SR. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem fjölmörg tilþrif litu dagsins ljós. Heiðar Kristveigarson skoraði tvö marka SA, Jónhann Már Leifsson, Heiðar Jóhannsson og Hinrik Halldórsson skoruðu eitt mark hver.