Karfan er tóm.
Foreldrafélagið hefur tilkynnt að þeir ætli að styrkja námskeiðskostnað vegna Peter Gutter námskeiðsins. Þeir sem tilkynnt hafa þátttöku eru:
Ef fleiri ætla sér að taka þátt, þá verður að tilkynna það í síðasta lagi 3. apríl
Akureyrarmót í listdansi á skautum verður haldið næsta sunnudag, milli klukkan 8:00 og 14:00. Þar keppa allir A,B og C keppendur, þ.e.a.s. í 3.4.5. og 6. hóp. Dregið verður í keppnisröð á miðvikudagskvöldið klukkan átta og eru keppendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í útdrættinum. Þá er nauðsynlegt að borga keppnisgjöld fyrir næsta laugardag, og helst sem allra fyrst. Keppnisgjaldið er 1.500 kr. og á að leggja peninginn inn á reikning 0162-05-268545. Athugið að setja nafn iðkenda í athugasemt. Nauðsynlegt er að senda póst á sigridur@samskip.is ef iðkendur hafa ekki hug á því að taka þátt. Það einfaldar mjög mikið vinnu við mótið ef við vitum sem allra fyrst af því ef einhver ætlar ekki að taka þátt, þannig að endilega látið okkur vita sem allra fyrst.
Tími til að huga að skráningu liða á Ice Cup. Þrjú og hálft erlent lið þegar komin til leiks.
Þessari frétt er fengin að "láni" af heimasíðu Bjarna Gautasonar www.bjarnig.blog.is Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Rétt í þessu var að ljúka fjórða leiknum milli S.R. og S.A. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Lokastaðan var 5-9 S.A. í vil. S.R. byrjaði betur og komst í 1-0 með marki Arnþórs Bjarnasonar þegar 2:34 voru liðnar af leiknum. Eftir það virðist leikurinn hafa snúist og S.A. tók öll völd á vellinum. Staðan var 1-3 eftir fyrsta leikhluta.