28.05.2015
Það var mikið fjör í skautahöllinni síðastliðinn fimmtudag en þá fóru fram úrslitaleikirnir Vormóti Íshokkídeildarinnar. Leikið var í deild I, deild II og deild III en leikirnir voru vægast sagt spennandi og skemmtilegt að sjá tímabilið enda á háu nótunum. Í lok hverrar deildar fyrir sig var verðlaunaafhending þar sem liðunum var afhennt sigurlaun og framúrskarandi leikmenn einnig verðlaunaðir.
19.05.2015
Alþjóðlegt íshokkímót kvenna fór fram í Skautahöllinn á Akureyri nú um helgina með þátttöku fjögurra liða. Að mótslokum stóð Skautafélag Reykjavíkur (SR) uppi með sigurinn eftir að hafa unnið Freyjur — annað tveggja liða sem Valkyrjur frá Akureyri sendu á mótið — með minnsta mögulega mun, 3–2. Í þriðja sæti urðu svo kanadísku stúlkurnar í Ice Dragons sem unnu Valkyrjur 2–1 í leiknum um bronsið.
19.05.2015
Royal-mótið kláraðist nú í gærkvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem innanfélagsmót fullorðinna var haldið með blönduðum liðum beggja kynja. Það voru 35 þáttakendur, 3 lið og 8 umferðir spilaðar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta leik mótsins sem fram fór í gærkvöld.
15.05.2015
Alþjóðlegt íshokkímót kvenna hefst í dag í Skautahöllinni á Akureyri en spilað verður bæði föstudag og laugardag. Þetta er hið svokallaða NIAC mót (Northern Iceland Adventure Cup) sem nú er haldið í fimmta skiptið. Kvennaliðið Ice Dragon frá Toronto í Kanada kemur í heimsókn en á þeim fimm árum sem mótið hefur verið haldið hafa komið hingað kvennalið frá Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Kanada.
15.05.2015
Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn mánudaginn 18. maí.
11.05.2015
Vorsýning LSA verður haldin sunnudaginn 17. maí klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur (ekki posi á staðnum). Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hlénu. Hlökkum til að sjá sem flesta.
11.05.2015
Aðalfundur hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verðu haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20,00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Á dagskrá verða venjubundin aðalfundar störf. Stjórnin.
08.05.2015
Félagar í Skautafélagi Akureyrar eru allir þeir sem iðka sína íþrótt í Skautafélaginu eða nýta aðstöðuna á einn eða annann hátt. Einnig geta allir sem áhuga hafa á félaginu og starfsemi þess gerst félagsmenn með greiðslu félagsgjalds. Félagsgjöld eru ekki innifalin í æfingargjöldum. Félagsgjöld renna í sjóð hjá Skautafélaginu sem notaður er í að byggja upp innviði félagsins, bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og halda í heiðri sögu félagsins. Fjárfestingar úr félagssjóði hin síðari ár hafa m.a. verið verðlaunaskápar, húsgögn í félagsherbergi og tækjabúnaður s.s. sjónvarp og skilti á veggjum skautahallarinnar með myndum úr sögu félagsins.
06.05.2015
Boðað er til aðalfundar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 12.maí klukkan 20:00 í fundarherbergi skautahallarinnar