Hokkídeild SA með fullt hús titla
01.06.2021
Uppskeruhátíð Hokkídeildar SA fór fram fyrir helgi þar sem tímabilið 2020/2021 var gert upp en það fer heldur betur í sögubækurnar sem eitt það allra besta hjá félaginu. Uppskera tímabilsins voru allir titlar sem í boði voru; Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokkum karla og kvenna, U18, U16, U14 a- og b-liða ásamt báðum deildarmeistaratitlunum í meistaraflokkunum. Afrekið er algjörlega einstakt og allir leikmenn liðanna sem unnu titlana eru uppaldir í félaginu sem og Rúnar Freyr Rúnarsson aðalþjálfari liðanna.