Mfl. SA lagði SRinga í laugardalnum í kvöld

Fregnir voru að berast af úrslitum Mfl.leiksins sem fram fór í SR-Höllinni í kvöld. SA vann með 5 mörkum gegn 4 eftir að hafa verið undir 4:2 í þriðju lotu. Loturnar fóru 1 - 2, 1 - 0, og 2 - 3. Mörk SA skoruðu Orri Blöndal, Jón Gísla, Helgi, Siggi Sig. og Birkir skoraði síðasta markið úr breakaway þar sem hann setti pökkinn framhjá Birgi markmanni með hinu fræga forsberg move .       Góóóðir SA ......................

Æfingatímar á morgun Laugardag

Það verða engar markmannsæfinar en 4. og 5.flokkur eru á milli 10 og 11 eins og venjulega.

Breyttur tími hjá 5. og 6. hóp á morgun!

Á morgun föstudaginn 1. febrúar skulu 5. og 6. hópur mæta á æfingatíma beggja flokka, þ.e.a.s æfingin er því 90 mín í stað 45 mín á hvern hóp.

Einnig viljum við minna á að afístímar 4. 5. og 6. hóps hjá Söruh Smiley hafa færst af föstudögum yfir á annan hvern miðvikudag!

Bikarmót Krulludeildar: Skytturnar sigruðu

Skytturnar eru bikarmeistarar Krulludeildar SA 2007 eftir sigur á Fífunum í úrslitaleik.

Bikarmót Krulludeildar - úrslitaleikur

Úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar 2007 fer fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. janúar. Verðlaunaafhending verður strax að leik loknum. Fífurnar og Skytturnar eigast við í úrslitum.

 

Íslandsmótið í krullu 2008 - leikreglur

Krullunefnd ÍSÍ hefur ákveðið keppnisreglur fyrir Íslandsmótið 2008. Reglurnar eru eftirfarandi:

 

IHI Fréttir

IHI hefur ráðið aðstoðarþjálfara fyrir A-landsliðið. Sá sem var fyrir valinu er Richard Eiríkur Tahtinen. Rikki einsog hann er kallaður er væntanlegur til lands í næstu viku þar sem hann tekur þátt í æfingabúðum A-landsliðsins.

 

Áríðandi fundur vegna NM í Reykjavík

Vegna fyrirhugðaðrar hópferðar til Reykjavíkur á NM 8.-10 febrúar, verður haldinn fundur í Skautahöllinni fimmtudaginn 31. janúar kl:18:00 áríðandi er að allir sem hafa hug á því að fara í ferðina mæti. Að sjálfsögðu hvetjum við alla iðkendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að bera augum skautara á heimsmælikvarða á Íslandi.

Á fundinum á að sjá endanlegan heildarfjölda þeirra sem vilja fara í hópferð á mótið, þá verður hægt að sjá hvernig einfaldast er að fara í ferðina, hver endanlegur kostnaður verður, hvenær brottför og heimkoma er áætluð o.s.frv.

Á fundinum á einnig að borga miðann inn á mótið: 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 fyrir yngri en 16. ára. Þannig að endilega mætið með peninga fyrir því. Athugið að deildin hefur einungis tryggt sér 25 miða inn á mótið, þannig að framboðið er takmarkað.

Sendið póst á hildajana@gmail.com sé nánari upplýsinga óskað. Sjáumst hress.

 

Íslandsmótið í krullu: Skráningu lýkur 31. janúar, keppni hefst 4. febrúar

Íslandsmótið í krullu 2008 er á næsta leiti en skrá þarf lið til leiks í síðasta lagi fimmtudaginn 31. janúar.

Bikarmótið: Hallgrímur sá eini sem hefur unnið tvisvar

Fjórða Bikarmóti Krulludeildar lýkur með úrslitaleik miðvikudagskvöldið 30. janúar. Bikarmótið var fyrst haldið 2004. Nú er keppt um bikar sem gefinn var til minningar um Magnús E. Finnsson.