03.01.2008
Tveir frestaðir leikir úr 2. og 3. umferð Akureyrarmótsins voru leiknir í kvöld. Öll liðin eiga nú þrjá leiki eftir og munar aðeins fjórum stigum á efsta og neðsta liði.
02.01.2008
9. umferð - mánudaginn 14. janúar - lokaumferð og verðlaunaafhending
Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 3: Víkingar - Mammútar
Braut 4: Bragðarefir - Riddarar
Braut 5: Svarta gengið - Norðan 12
Braut 6: Kústarnir - Fífurnar
02.01.2008
Aukatímar hjá 4. 5. og 6. hóp
Aukatímar verða hjá 4. 5. og 6. hóp á morgun fimmtudaginn 3. janúar.
Ístímar:
6. hópur kl. 9-10
5. hópur kl. 10-11
4. hópur kl. 11-11:45
Afístímar (sama dag)
6. hópur kl. 12-12:45
5. hópur kl 12:45-13:30
4. hópur kl. 13:30-14:15
02.01.2008
Næstu 10 dagana verður hjá okkur gestaþjálfari, Sanna Maija Wiksten. Hún kemur frá Finnlandi og vinnur sem þjálfari þar. Hún kom sl. sumar til okkar og þjálfaði í æfingabúðunum sem við héldum þá. Við vorum svo heppin að fá hana aftur til okkar og mun hún bjóða öllum iðkendum í 3. - 6. hóp upp á einkatíma (kennslutími sem byggir á að iðkandi er einn með þjálfara í 15 eða 30 mín.). Hún mun einnig koma inn í nokkra hóptíma og kynna nýjar og ferskar aðferðir. Þeir sem áhuga hafa á einkatímum hjá Sönnu skulu ræða við hana niður í höll á æfingatímum, mjög gott væri ef foreldrar gætu rætt við hana ásamt iðkanda. Hún býður 15 mínútur á 700 kr. og 30 mín. á 1400. Ég hvet alla sem áhuga hafa á einkatímum að nýta sér þetta tækifæri, en að sjálfsögðu er hverjum og einu frjálst að nýta sér það.
Kær kveðja,
Helga Margrét yfirþjálfari
01.01.2008
Á morgun miðvikudaginn 2. janúar hefjast æfingar aftur að loknu jólafríi hjá öllum flokkum listhlaupadeildar! Það verða þó örlitlar tilfæringar á æfingatímum fyrstu 8-10 dagana þar sem við fáum til okkar gestaþjálfara frá Finnlandi eða hana Sönnu Maiju Wiksten. Iðkendur fá með sér bréf heim ef breytingar verða og einnig koma allar upplýsingar inn á heimasíðuna. Hlökkum til að sjá ykkur aftur!
01.01.2008
Miðvikudagskvöldið 2. janúar fara fram tveir frestaðir leikir í Akureyrarmótinu 2007:
Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið
Braut 3: Garpar - Mammútar
01.01.2008
Krulluvefurinn www.curling.is, heimasíða Krulludeildar SA, hefur nú verið færður undir vef Skautafélagsins hér á www.sasport.is. Megnið af efni vefsins eins og hann var áður hefur verið fært yfir á nýju síðuna en það sem eftir stendur, meðal annars mikið safn mynda, úrslit nokkurra móta og ef til vill eitthvað fleira smálegt, verður fært yfir á næstu dögum og vikum.
01.01.2008
þeir iðkendur í 3, 4, 5 og 6 hóp sem ætla að halda áfram í dansinum eftir áramótin eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Allý sem fyrst í síma 8955804. Einnig eru þeir sem enn skulda dansinn fyrir áramót beðnir um að greiða það sem fyrst. Reikningsnúmer: 1145-26-005057; kt:510200-3060 og setja nafn iðkenda sem skýringu og/eða láta senda tölvupóst á allyha@simnet.is