Karfan er tóm.
Á miðvikudaginn 6. febrúar er Öskudagsball fyrir 1. og 2. hóp á æfingatíma. Foreldrar, systkini og vinir eru velkomnir með á ísinn og geta fengið lánaða skauta í höllinni að kostnaðarlausu. Við viljum þó benda á að afístíminn fellur niður þann dag. Iðkendur annarra flokka koma að sjálfsögðu líka í búningum og verða æfingar hjá þeim á venjulegum tíma. Hlökkum til að sjá alla.
Iðkendur og foreldrar athugið
Nú er hafin okkar árlega nammipökkun og vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að hjálpa til (líka foreldrar)þar sem þetta er okkar aðal fjáröflun fyrir félagið. Við munum líklega skipta þessu eitthvað á milli hópanna þannig að einn hópur sé í einu að pakka. Einnig vantar okkur hrausta foreldra til þess að keyra út í fyrirtækin.
Á næsta þriðjudag munum við óska eftir hjálp frá börnum í 3ja hóp (send sms). Við munum líklega ekki byðja 1og 2 hóp en ef það eru einhverjir sem vilja fá að vera með í þessum hópum þá endilega hringja í Allý s:895-5804 eða Kristínu s:864-4639.
kveðja Allý og Kristín
Gaman að segja frá því að Grikkir eru aftur komnir með lið, og munu keppa um laust sæti á HM í þriðjudeild sem haldið verður í Luxemborg. Liðin sem þeir keppa við um laust sæti eru Bosnia og Armenia. Hér er linkur á "rosterinn" hjá þeim. Athygli vekur að það eru ekkert rosalega margir leikmenn liðsins fæddir í Grikklandi. hmmm.........
Þreifingar eru í gangi varðandi komu erlendra keppenda á Ice Cup og er þörf á gistingu í heimahúsi fyrir eitt liðið.
Það verður frí í dansinum 9.feb en síðasti tíminn verður þá 23.feb.
Tímarnir á Bjargi byrja svo í mars nánar augl. síðar
kveðja stjórnin