Karfan er tóm.
Vegna Mfl. leikja um helgina færast æfingatímar næsta sunnudags til sem hér segir:
6. og 7. Flokkur færist til kl. 19.00
4. og 5. Flokkur færist til kl. 20.00
Skautaskóli færist til næsta þriðjudags kl. 16.00
mfl.kvenna verður á mánud. kl. 21.00 en 2.fl. æfing sunnud. og mfl. æfing mánudag falla niður.
Meistaraflokkur karla spilar við SR í höllinni hér fyrir norðan á laugardag kl.17.00 og sunnudag kl. 10.00
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Skautahöllina á Akureyri laugardaginn 22. jan en þá var fólki boðið frítt á skauta í tilefni af heilsuátakinu "Einn, tveir og nú!". Milli átta og níu hundruð manns nýttu sér þetta góða boð sem Heilsueflingarráð og Skautahöllin stóðu fyrir. Veitingar voru í boði Nýju-Kaffibrennslunnar, Bakarísins við Brúna og Kexsmiðjunnar og eiga þau hrós skilið fyrir.
Um kvöldið stóð Krulludeild svo fyrir firmakeppni krullu þar sem 13 lið kepptu og var fjöldi manns í kringum þessa keppni (sjá nánar á curling.is ).