Þrír sterkir leikmenn til SA
11.07.2022
Skautafélag Akureyrar kynnir þrjá nýja leikmenn í lið SA fyrir komandi tímabil í Hertz-deildinni. Leikmennirnir eru landsliðskonurnar Saga Margrét Sigurðardóttir og Herborg Rut Geirsdóttir ásamt Kanadíska markmanninum Shawlee Gaudreault.