01.01.2013
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir er skautakona ársins úr röðum Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hrafnhildi var veitt viðurkenning í fjölskyldutíma deildarinnar á svellinu á gamlársdag.
30.12.2012
Sæll öll sömul og gleðilega hátíð!!
Nú er árið á enda og það er komið að hinni árlegu fjölskyldu skautun hjá okkur á gamlársdag, klukkan 11.30-12.45. Vonumst við eftir að sjá sem flesta og hafa gaman og skauta með skauturunum okkar. Við munum nýta tækifærið og tilnefna skautakonu ársins 2012. Við eigum marga rosalega flotta skautara og hefur valnefnd því legið undir feld og farið yfir árið sem er að líða og ekki hefur þetta verið auðvelt verk.
Sjáumst hress á morgun og gleðilegt nýtt ár.
29.12.2012
Hokkíleikjum sem áttu að fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í dag og kvöld hefur verið frestað til þriðjudagsins 12. febrúar, þar sem veðurguðir ákváðu að fara hamförum þessa helgi.
27.12.2012
Íþróttaráð Akureyrar býður Íslandsmeisturum, landsliðsfólki og forystufólki íþróttafélaganna til hófs í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16.15 í dag.
27.12.2012
Hið árlega Áramótamót í krullu verður sunnudaginn 30. desember. Mæting kl. 18, fyrstu leikir hefjast um kl. 18.30. Gott væri að fá nokkra vana svellgerðarmenn um kl. 17.30 til að gera svellið klárt.
26.12.2012
Hér má sjá æfingatöflu milli jóla og nýjárs
23.12.2012
Stjórn Skautafélags Akureyrar og stjórnir Hokkídeildar, Krulludeildar og Listhlaupadeildar óska velunnurum félagsins, iðkendum, foreldrum, starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar.
Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Sjáumst hress á svellinu á nýju ári.
Skautafélag Akureyrar
23.12.2012
Anna Sonja Ágústsdóttir og Ómar Smári Skúlason eru hokkífólk ársins 2012 hjá Skautafélagi Akureyrar. Þau eru bærði 24 ára og voru bekkjarfélagar í fimm ár í Hrafnagilsskóla. Anna Sonja er jafnframt íshokkíkona ársins á Íslandi 2012, valin af ÍHÍ.
22.12.2012
Jötnar luku árinu 2012 með stæl þegar þeir heimsóttu Fálka í Skautahöllina í Laugardal og fóru þaðan með fjórtán marka sigur. Lars Foder skoraði fjögur og átti tvær stoðsendingar.