Karfan er tóm.
Hið árlega Áramótamót í krullu verður sunnudaginn 30. desember. Mæting kl. 18, fyrstu leikir hefjast um kl. 18.30. Gott væri að
fá nokkra vana svellgerðarmenn um kl. 17.30 til að gera svellið klárt.
Áætlað er að fyrstu leikir hefjist um kl. 18.30, en áður en að því kemur verður dregið saman í lið og mótið sett upp þannig að þátttakendur þurfa að mæta kl. 18.00.
Krullufólk er hvatt til að taka með sér nýliða. Jafnrétti verður haft að leiðarljósi og reynt að draga í lið þannig að þau verði sem best blönduð vönu og óvönu krullufólki. Krullufólk sem kemur með ættingja eða vinahóp með sér má mynda sitt eigið lið fyrirfram, en að öðru leyti verður dregið í liðin.
Reiknað er með að hvert lið leiki 3-5 stutta leiki, en keppnisfyrirkomulagið mun ráðast nokkuð af fjölda þátttakenda.
Til að auðvelda skipulag mótsins og áætlun um magn veitinga væri gott ef væntanlegir þátttakendur myndu skrá sig með því að senda póst á hallgrimur@isl.is, kvitta við þessa frétt eða við sömu frétt á Facebook.
Keppendur eru hvattir til að láta hugmyndaflugið ráða við val á keppnisbúningum.