Auðveldur sigur Jötna á Fálkum

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)


Jötnar luku árinu 2012 með stæl þegar þeir heimsóttu Fálka í Skautahöllina í Laugardal og fóru þaðan með fjórtán marka sigur. Lars Foder skoraði fjögur og átti tvær stoðsendingar.

Jötnar voru komnir með fjögurra marka forystu eftir 10 mínútur áður en Fálkar svöruðu með sínu fyrsta - og reyndar eina marki í leiknum. Jötnar bættu svo við tveimur mörkum í fyrsta leikhlutanum, staðan 1-6.

Jötnar höfðu leikinn áfram í hendi sér, skoruðu fimm mörk í öðrum leikhluta og fjögur í þeim þriðja. Úrslitin: Fálkar - Jötnar 1-15 (1-6, 0-5, 0-4).

Eftir leikinn eru Jötnar komnir með 18 stig, hafa unnið sex leiki en tapað fjórum. Næsti leikur Jötna verður þegar þeir heimsækja Fálkana aftur í Laugardalinn þriðjudaginn 8. janúar.

Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Svavar Steinsen 0/1
Refsingar: 8 mínútur

Jötnar
Lars Foder 4/2
Stefán Hrafnsson 3/2
Andri Már Mikaelsson 1/3
Sigurður Reynisson 2/1
Sigurður S. Sigurðsson 2/1
Hilmar Leifsson 1/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/1
Ingþór Árnason 0/2
Sæmundur Leifsson 1/0
Gestur Reynisson 0/1
Refsingar: 10 mínútur