Íslandsmótið í krullu 2008 - leikreglur

Krullunefnd ÍSÍ hefur ákveðið keppnisreglur fyrir Íslandsmótið 2008. Reglurnar eru eftirfarandi:

 

Íslandsmót í krullu 2008 leikreglur

  • Leikin er ein umferð allra liða.
  • Fjögur efstu lið leika til úrslita dagana 11. og 12. apríl.
  • Í keppninni gilda reglur alþjóðasambandsins WCF eftir því sem við á.

Helstu atriði: 

  1. Fyrir unninn leik fást tvö stig og eitt stig fyrir jafntefli.
  2.  Í upphafi keppni (eftir fyrsta leik hjá okkur) skulu allir leikmenn taka skot að miðju hrings og fjarlægð frá miðju mæld og skráð. Fjórir leikmenn frá hverju liði. Leyfilegt er að sópa.
  3. Um endanlega röð liða ráða stig úr leikjum. Þegar tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum skulu fyrst innbyrðis leikir ráða röð liðanna. Ef þannig fæst ekki niðurstaða skulu skot að miðju hrings í upphafi móts ráða röð liðanna. Lið sem hefur lægri samanlagða tölu allra leikmanna raðast ofar en lið með hærri tölu úr mælingunni. 
  • Leikir í Íslandmóti eru 6 umferðir. Að jafnaði skulu vera 4 leikmenn í hvoru liði þegar leikur hefst. Hefja má þó leik með 3 leikmönnum ef gildar ástæður liggja fyrir forföllum. Leikur telst tapaður ef ekki næst að hefja leik með a.m.k. 3 leikmönnum. Séu leikmenn þrír í fyrsta leik skal fjarlægð 4. leikmanns í skotum að miðju hrings skrá sem meðaltal hinna.
  • Lið sem lendir í 4. sæti að loknum leikjum allra liða fer í úrslitakeppnina með 0 stig. Lið í 3. sæti fer í úrslitakeppnina með 1 stig, lið í 2. sæti fer með 2 stig og lið í 1. sæti fer með 3 stig.
  • Í úrslitakeppninni er fyrst leikin ein umferð allra liða, alls 3 leikir á lið. Síðan leika tvö efstu lið hreinan úrslitaleik um 1. sæti og hin tvö liðin leika um 3. sæti.
  • Í úrslitakeppninni skulu allir leikir leiknir til úrslita, þ.e. ef lið eru jöfn að stigum eftir 6 umferðir skulu leiknar aukaumferðir þar til úrslit fást.
  • Þátttökugjald er 5.000 kr./lið og greiðist í einu lagi við skráningu. Bankareikningur er 0302-26-006496, kennitala 301050-2599. Einnig má greiða gjaldið beint til Ágústs Hilmarssonar, gjaldkera Krullunefndar. Eindagi greiðslu er 29. febrúar. Hafi lið ekki greitt þátttökugjald á eindaga er keppni þess þar með lokið. Jafnframt missa allir leikmenn liðsins þátttökurétt í næsta Íslandsmóti.