Dómur fallinn í kærumáli vegna 1. leiksins í úrslitunum.

Dómur féll SA í vil, Emil var dæmdur ólöglegur leikmaður og niðurstaða leiksins því 10 - 0 fyrir SA. Staðan í úrslita-einvíginu er því 2 - 0 og nú vantar bara sigur í dag.  Leikurinn er sýndur beint á RÚV. ÁFRAM SA !!!!!

Þjófnaður í krullunni

Í krullunni er talað um að lið steli stigi þegar það nær að skora án þess að eiga síðasta stein í umferðinni. Hugtakið að stela var þó á allra vörum af öðrum ástæðum í Vernon í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrr í vikunni.

Myndir úr 2. úrslitaleik SA-SR sem fór 4-0

Myndir úr leiknum hér.

Myndir úr 1. úrslitaleik SA-SR sem endaði 6-9

Myndir úr leiknum hér.

Íslandsmótið í krullu - Mammútar sigruðu í uppgjöri toppliðanna

Mammútar eru nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Sex lið bítast enn um hin þrjú sætin í úrslitunum.

Pantanir á myndum

Þeir sem enn hafa hug á því að panta myndir hjá okkur frá Ljósmyndara eru vinsamlegast beðnir að athuga það að seinasti dagurinn til að panta er 1.apríl. Vinsamlegast verið búin að senda allar pantanir á netfangið krikri@akmennt.is með uppl. um númer myndar (4ra stafa númer), fjölda og stærð uppl. um verð eru á blaði sem kom með disknum.

Kveðja Kristín K

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í undankeppni Íslandsmótsins í kvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars. Athygli er vakin á að þessir leikir voru færðir yfir á þriðjudagskvöld frá upphaflegri leikjadagskrá.

Ísland - Rúmenía; 4 - 3

Íslenska kvennalandsliðið sigraði það rúmenska í hörkuleik í gærkvöldi í Rúmeníu.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og loturnar fóru 2 - 1, 1 - 1 og 1 - 1 - mikið jafnara verður það ekki.  Í fyrstu lotunni skoraði Anna Sonja eftir sendingu frá Alissu og síðan skoraði Agga eftir sendingu frá Steinunni.

Meistaraflokkur.

Æfing verður frá 11-12.50 á morgunn.

 

Yfirstrumpurinn.

Fundur um Peter Gutter námskeiðið

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þeirra sem fara á námskeiðið verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl:19.30

kveðja Kristín Þöll