Stelpurnar með sinn besta árangur frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Ísland sendi fyrst kvennalandslið til keppni. 

SA á fjölmarga leikmenn í liðinu eins og fram koma í frétt Akureyri.net á laugardag en miðilinn hefur verið duglegur að fjalla um mótið.