01.03.2024
Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni. Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.
01.03.2024
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.
28.02.2024
LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna er á morgun fimmtudag kl. 19:30. Liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn og ljóst að stuðningur stúkunnar getur riðið baggamuninn í þessarri rimmu. Við mælum með að mæta snemma til að ná góðu sæti en það verða einnig seldir hamborgarar fyrir leik í félagssalnum á 2. hæð. Mætum í rauðu málum stúkuna rauða og styðja okkar lið til sigurs.
Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
Forsala Miða: https://stubb.is/events/ykO8ky
Burger fyrir leik og í leikhéi á 2. hæð.
Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.
27.02.2024
Garpar leiða Íslandsmótið eftir sjöttu umferð
22.02.2024
Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna er að hefjast en fyrsti leikur er á á sunnudag, 25. febrúar kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA mætir þar Fjölni en liðin voru efst í deildarkeppninni þar sem SA vann deildarmeistaratitilinn með 42 stig en Fjölnir var með 24 stig. Leikið verður sitt á hvað þar sem SA byrjar á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.
Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
20.02.2024
Garpar Gimli meistarar 2024
16.02.2024
Garpar tryggðu sér sigur sigur í Gimlimótinu 2024
15.02.2024
Öskudag diskóið sem haldið var á öskudag lukkaðist mjög vel og börnin fóru glöð heim. Dýrin í hálsaskógi kíktu í heimsókn, kötturinn var sleginn úr tunnunni og verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og allir gestir fengu eitthvað gott. Öskudagsballið er samtarf Skautahallarinnar og Listskautadeildar SA og Greifinn gaf verðlaun. Við þökkum gestum okkar á Öskudagsballinu kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér konunglega á þessum frábæra degi.
12.02.2024
Stjórn Skautafélags Akureyrar auglýsti eftir tillögum um nafn á nýja félagssalinn í Skautahöllinni og bárust 11 mismunandi tillögur að nafni á salinn. Stjórnin hefur nú valið þau 3 nöfn sem þykja álitlegust og bjóða nú fólki að kjósa um nafnið á salnum. Nöfnin sem kosið verður um:
Skjaldborg - stofnstaður Skautafélags Akureyrar
Miðgarður - Vísan í norræna goðafræði
Krókeyrararstofa - Vísan í staðsetningu félagssvæðisins
05.02.2024
Þriðja umferð Gimli/Ílandsmótsins var leikin í kvöld