Karfan er tóm.
Dagatalið kemur nú út í annað sinn og skartar fallegum myndum af þekktum krullukonum. Ljósmyndarinn Ana Arce frá Spáni tók myndir í fyrsta dagatalið sem kom út fyrir nokkrum árum og einnig í dagatalið nú. Dagatalið er gefið út til að safna fé til styrktar konum í þessar skemmtilegu íþrótt. Mögulegt er að kaupa dagatalið á netinu og kostar það þá 25 evrur auk flutningskosnaðar. Áhugasamir geta hins vegar sparað sér flutningskostnaðinn með því að afhenda undirrituðum 25 evrur. Mun ég þá kaupa dagatal fyrir viðkomandi í ferð Mammúta til Aberdeen í desember.
Þetta er skemmtileg aðferð til fjáröflunar og þekkt hér heima í ýmsum íþróttagreinum. Kannski geta fulltrúar Íslands á Evrópumótinu 2010 notfært sér þessa aðferð.
Nánari upplýsingar um dagatalið er að finna á vef ECF, Evrópska krullusambandsins: http://ecf-web.org/calendar.html
Hafið samband ef þið viljið fá dagatal - haring@simnet.is - 824 2778.