Karfan er tóm.
Það var þann 25. nóvember árið 1989 sem Skautafélag Akureyrar stóð fyrir fyrstu keppninni í listhlaupi hér á landi. Það sama ár hafði listhlaupadeild verið í fyrsta skiptið úthlutað einum föstum æfingatíma á viku fyrir tilstuðlan nýs formanns deildarinnar Drífu Björk Dalmannsdóttur. Það var þó ekki fyrr en 3 árum síðar, árið 1992, sem fyrsta Íslandsmótið var haldið en það fór fram á hinu nýja vélfrysta útisvelli í Laugardalnum í Reykjavík.
Saga listhlaupsins er þó miklu eldri hér á landi en hana má rekja allt aftur til þriðja áratugarins þegar fór menn tóku að leika ýmsar kúnstir á skautum á pollinum og leirunum. Fremstur í flokki, að öðrum ólöstuðum, var Ágúst Ásgrímsson sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Gústi var einn af stofnendum félagsins árið 1937 og er hann fyrirmyndin á merki félagins okkar.
Nú er upplagt að nota þessi tímamót til að vekja athygli á íþróttinni en vöxtur hennar hefur verið mjög hraður á þessum 20 árum sem liðinu eru frá fyrsta mótinu. Í vetur verða nokkur mót ýmist á vegum listhlaupadeildar SA eða ÍSS og vonir standa til þess að hægt verið að fagna afmælinu í tengslum við eitthvert mótið og jafnvel þegar Vetaríþróttahátíðin fer fram í upphafi næsta árs.