Akureyrarmótið: Fífurnar sigruðu

Akureyrarmeistarar 2010, Fífurnar. Frá vinstri: Dabjört Hulda Eiríksdóttir, Svanfríður Sigurðardótti…
Akureyrarmeistarar 2010, Fífurnar. Frá vinstri: Dabjört Hulda Eiríksdóttir, Svanfríður Sigurðardóttir, Jón Grétar Rögnvaldsson og Jónas Gústafsson.
Fífurnar unnu mótið með fullu húsi, lögðu Riddara í lokaumferðinni.

Segja má að Fífurnar hafi tryggt sér sigur í mótinu í lokaumferð leiksins gegn Riddurum, en þó ekki alveg. Um tíma leit út fyrir að Riddarar væru að sigra Fífurnar, þeir komust í 5-2 en Fífurnar náðu að skora fjögur stig í lokaumferðinni og tryggja sér sigur, 6-5. Hins vegar var raunin sú að þó svo Riddarar hefðu unnið leikinn hefði það ekki skipt máli því Fífurnar hefðu engu að síður unnið mótið vegna annarra úrslita. Þar sem Víkingar unnu Mammúta hefðu Fífurnar, Riddarar og Víkingar endað jöfn að stigum ef Riddarar hefðu unnið Fífurnar en Fífurnar samt unnið mótið á árangri í LSD-skotum sem tekin voru fyrir hvern leik. En úrslitin skiptu máli fyrir Riddara og Víkinga því Víkingar komust upp í annað sætið með sínum sigri en Riddarar sátu eftir í því þriðja þar sem þeir töpuðu sínum leik. Fálkar, Garpar og Mammútar voru jafnir í neðri hlutanum, hvert lið með einn vinning.

Úrslit leikja í lokaumferðinni:

Mammútar - Víkingar  3-6
Fífurnar - Riddarar  6-5
Garpar - Fálkar  9-1

Endanleg röð:

1. Fífurnar - 5 vinningar
2. Víkingar - 4 vinningar
3. Riddarar - 3 vinningar
4. Mammútar - 1 vinningur
5. Fálkar - 1 vinningur
6. Garpar - 1 vinningur

Öll úrslit og tölfræði má sjá í excel-skjali, sjá tengil hér að neðan.

Krulluvefurinn óskar Fífunum til hamingju með sigurinn, en þetta mun vera fyrsta mótið sem Fífurnar vinna. Þess má í leiðinni geta að Sigurgeir Haraldsson vann bronsverðlaun með Riddurum í þessu móti og hefur þar með unnið til verðlauna í hvert einasta skipti sem Akureyrarmótið hefur verið haldið, alls sjö sinnum (1 gull, 2 silfur, 4 brons).