Um helgina næstu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri
BAUTAMÓTIÐ 1.hluti af þremur í Íslandsmóti í 4.flokki. Þá mæta að sunnan til leiks bæði A og B lið frá Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur og etja þá kappi við heimamenn. Keppendur eru krakkar fædd ´96 - ´97 og eru þau yngstu sem keppa á íslandsmóti í Íshokkí. Þetta er fjölmennt mót þar sem keppni byrjar kl. 7,30 á laugardagsmorgni og stendur þann daginn langleiðina að kvöldmat og svo frá kl. 8 á sunnudagsmorgni til rúmlega hádegis. Íslandsmótið samanstendur af þremur svona mótum þ.e. einu í hverri Skautahöll og spilar hver t lið 4 leiki í hverjum hluta og samanlagður árangur sker svo úr um Titilinn. Þessi mót eru auðvitað hápunktur vetrarstarfsins hjá þessum flokki og alltaf mikið fjör og fyrirgangur sem fylgir og oft gaman að fylgjast með þessum leikjum.
DAGSKRÁNNA MÁ SKOÐA HÉR.