Björninn sigurvegari í Old Boys mótinu.
04.02.2009
Minningarmótið um Magnús Einar Finnsson var haldið dagana 30. og 31. janúar 2009. Leiknir voru þrír leikir á föstudeginum og svo aftur þrír á laugardeginum.Á föstudeginum voru liðin jöfn að stigum, öll með tvö stig. SA sigraði Björninn 4-2, SR vann SA 3-1 og svo vann Björninn SR 3-0. Á laugardeginum byrjuðu SA og SR og sigraði SR 3-2. Síðan unnu Bjarnarmenn SR 3-2. Fyrir síðasta leik þurftu SA menn að sigra Björninn með þremur mörkum til að vinna mótið, en sá draumur var fljótt úti því Bjarnarmenn röðuðu inn mörkum og lokatölur urðu 6-1. Þar með unnu Bjarnarmenn mótið með 6 stigum, skoruðu 14 mörk og fengu á sig 7. SR var í öðru sæti með 4 stig, skoruðu 8 mörk og fengu á sig 9. SA var síðan í þriðja sæti með tvö stig, skoruðu 8 mörk en fengu á sig 14. Þá voru veitt þrenn verðlaun í lokahófi sem haldið var á Kaffi Jónsson. Marka- og stigahæsti leikmaðurinn var Bjarnarmaðurinn Raggi með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar. Diddú fékk verðlaun fyrir fallegasta markið og svo versti tuddinn, Leon, fyrir að tækla Gulla í SA, ekki fyrir neitt sérlega gróft brot, heldur fyrir að hefna félaga síns frá því deginum áður???? eins og hann sagði við Gulla. Flest mörk SR gerði Bjarki, fjögur, og síðan skoraði Jón Elvar flest mörk fyrir SA, þrjú. Við SA menn þökkum SR-ingum og Bjarnarmönnum fyrir frábæra helgi, jafnt utan vallar sem innan. Myndir af mótinu eru hér. Ekki eru neinar myndir af SA-mönnum í leik þar sem ekki fer saman að spila íshokkí og taka myndir!!! Sigurgeir.