Breytingar

Á þingi Íshokkísambands Íslands sem haldið var um helgina var m.a. samþykkt að breyta stigagjöf í Íslandsmóti karla þannig að fyrir unninn leik fáist 3 stig en eitt stig fyrir jafntefli. Ef leikur endar í jafntefli eftir venjulegan leiktíma verður framlengt um 2 x 10 mín, fjórir útispilarar gegn fjórum, og hlýtur sigurvegarinn úr framlengingunni aukastig. En ef enn er jafnt eftir framlengingu tekur við vítakeppni. Á þinginu var Viðar Garðarsson endurkjörinn formaður Íshokkísambandsins en auk hans voru þau Margrét Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, Bjarni Gautason og Sigurður Sigurðsson kosin í aðalstjórn. Fyrsti varamaður var kosinn Birna Björnsdóttir, fyrrum gjaldkeri íshokkídeildar SR. Auk hennar eru þeir Hallgrímur Ingólfsson og Héðinn Björnsson varamenn. Nánar um þingið má lesa á heimasíðu ÍHÍ.                                    Frétt þessi er tekin af heimasíðu Skautafélags Reykjavíkur. skautafelag.is