Karfan er tóm.
Nú er að koma að Brynjumótinu, það verður helgina 14-15 nóv.
Allir iðkendur verða að vera duglegir að mæta á æfingar í vikunni svo þeir verði í stuði um helgina!
Mótið er ætlað öllum iðkendum í 5. flokk 6. flokk 7. flokk og síðan eru allir byrjendur hvattir til að vera með .
Foreldrar skipta með sér vinnu á vöktum á meðan móti stendur og síðan þurfa allir foreldrar keppenda að koma með brauð á kaffihlaðborð foreldrafélagsins, hún Sigþóra netfang munki30@internet.is ætlar að halda utan um vinnu og kökubakstur á þessu móti. Þannig að endilega sendið henni sem fyrst hvaða kökur/brauð þið ætlið að koma með, þá er verið að tala um t.d. pönnukökur,skúffukökur, bollur eða hvað ykkur dettur í hug eina skilyrðið er að það sé hægt að borða þetta með puttunum. Eins þarf að láta hana vita hvenær þið viljið vinna um helgina. Það sparar gríðarlega mikla vinnu að fá þetta á tölvupósti svo ekki þurfi að hringja út. Endilega verið búin að senda henni póst fyrir miðvikudaginn 11 nóv, þá er hægt að dreifa vaktarplaninu með góðum fyrirvara.
Foreldrafélag hokkídeildar S.A.