Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar verður haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar fimmtudagskvöldið 19. september og hefst kl. 20.30.

Foreldrar eru hvattir til að mæta og fylgjast með foreldrastarfinu, en mikilvægt er að einn fulltrúi frá hverju barni mæti. Kaffiveitingar verða í boði.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf - skýrsla formanns.
Önnur mál
   Fjáröflunarverkefni Foreldrafélagsins - hugmyndir
   Hvernig getum við virkjað foreldra allra iðkenda betur til samstarfs?
   Hvað viljið þið foreldrar gera, hvaða hugmyndir hafið þið?

Nú er bara að fjölmenna og hvetjum við ALLA til að mæta. Þetta er staður og stund til að koma ábendingum á framfæri. Okkur vantar einnig fólk í að safna auglýsingum á galla, ef einhver hefur áhuga hafið þá samband við Foreldrafélagið.