Karfan er tóm.
Landsliðsþjálfarar kvenna, karla og U-20 hafa valið æfingahópa vegna þátttöku liðanna í Heimsmeistaramótum sem fram
fara á tímabilinu janúar til apríl 2013. Alls eru 37 leikmenn úr röðum SA í þessum þremur æfingahópum. Okkar maður
ráðinn landsliðsþjálfari kvenna.
Lars Foder tekur við
kvennalandsliðinu
Nýlega var tilkynnt um að Lars Foder, sem er Akureryingum að góðu kunnur sem leikmaður og þjálfari hjá SA, hafi verið ráðinn
landsliðsþjálfari kvenna. Lars er 27 ára og kemur frá Danmörku. Hann hefur leikið fjölmarga leiki í efstu og næstefstu deild í
Danmörku, orðið bikarmeistari og þrisvar sinnum orðið danskur meistari, að því er fram kemur í frétt á vef ÍHÍ. Þar er haft eftir Lars að hann sé stoltur yfir
því að fá þetta krefjandi verkefni og vonist til að leikmennirnir bæti sig jafnt og þétt yfir tímabilið - það kosti mikla
vinnu og trú á eigin getu.
Mynd (Sigurgeir): Lars Foder í leik með Jötnum.
SA með 22 leikmenn í æfingahóp
kvennalandsliðsins
Lars hefur nú valið sinn fyrsta æfingahóp vegna ferðar liðsins á HM (2. deild, B-keppni), sem fram fer í Puigcerda
á Spáni 1.-7. apríl 2013. Keppinautar Íslands í þessari deild eru Belgía, Suður-Kórea, Króatía, Suður-Afríka
og Spánn.
Eins og áður eigum við fjölmarga verðuga fulltrúa í þessum hópi, alls 22 leikmenn. Þetta eru: Anna Sonja Ágústsdóttir, Arndís Sigurðardóttir, Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir, Birna Baldursdóttir, Díana Mjöll Björgvinsdóttir, Elise Marie Väljaots, Eva María Karvelsdóttir, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún Blöndal, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Íris Hafberg, Jónína Guðbjartsdóttir, Katrín Ryan, Kristín Björg Jónsdóttir, Linda Brá Sveinsdóttir, Patricia Ryan, Sarah Smiley, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Sólveig Gærdbo Smáradóttir, Thelma María Guðmundsdóttir og Védís Áslaug Beck Valdemarsdóttir.
Mynd (Elvar Freyr): Birna Baldursdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Arndís Eggerz Sigurðardóttir og fleiri í landsliðsham.
Tíu frá SA í æfingahóp
karlalandsliðsins
David MacIsaac, þjálfari karlalandsliðsins, hefur valið æfingahóp vegna þátttöku liðsins í HM (2.
deild A-keppni), sem fram fer í Zagreb í Króatíu 14.-20. apríl 2013. Keppinautar okkar þar verða Spánverjar, Belgar, Króatar,
Ástralir og Serbar.
Alls eru 10 SA-leikmenn í æfingahópnum: Andri Freyr Sverrisson, Andri Már Mikaelsson, Björn Már Jakobsson, Guðmundur Snorri Guðmundsson, Gunnar Darri Sigurðsson, Ingvar Þór Jónsson, Jóhann Már Leifsson, Orri Blöndal, Ómar Smári Skúlason og Sigurður Sveinn Sigurðsson.
Mynd (Elvar Freyr): Orri Blöndal, Ingþór Árnason og Andri Freyr Sverrisson kljást við Úlfar Jón Andrésson úr Birninum. Ingþór er í æfingahópi U-20 en hinir þrír í æfingahópi karlalandsliðsins.
Sex frá SA í æfingahópi U-20
karla
Hannu-Pekka Hyttinen, þjálfari U-20 landsliðs karla, hefur hann valið æfinga hóp vegna þátttöku liðsins í HM
(2. deild, B-keppni), sem fram fer í Novi Sad í Serbíu (staðsetning gæti breyst), 12.-18. janúar 2013. Keppinautar Íslands í þeirri keppni
verða Suður-Kórea, Ástralía, Belgía, Eistland og Serbía.
SA á sex fulltrúa í U-20 æfingahópnum, en þeir eru: Einar Eyland, Ingólfur Tryggvi Elíasson, Ingþór Árnason, Úlfur Einarsson, Jóhann Már Leifsson (einnig í æfingahópi karlalandsliðsins) og Sigurður Reynisson.
Mynd (Sigurgeir): Sigurður Reynisson í leik með Jötnum, en hann er í æfingahópi U-20.
Þetta er óneitanlega glæsilegur hópur sem Skautafélag Akureyrar á í þessum þremur æfingahópum og allt saman verðugir
fulltrúar Akureyrar, heimabæjar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, í þessum hópum.