Karfan er tóm.
Við lofum hörkuleik í kvöld kl. 20.30 þegar Ynjur og Ásynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri
í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Athugið: Leiðrétt tímasetning frá fyrri
frétt.
SA-liðin tvö, Ynjur og Ásynjur, hafa haft nokkra yfirburði á Íslandsmótinu það sem af er þessu keppnistímabili. Ásynjur tróna á toppi deildarinnar með 14 stig eftir fimm leiki, hafa unnið fjóra leiki í venjulegum leiktíma og einn í framlengingu. Ynjur eru ekki langt á eftir, hafa einnig leikið fimm leiki og eru með 10 stig. Þær hafa unnið þrjá leiki, tapað einum eftir framlengingu og einum í venjulegum leiktíma.
Leikir þessara liða hafa ávallt verið skemmtilegir á að horfa, bæði jafnir og spennandi og jafnvel einhver dramatík sem fylgir með. Við hvetjum því áhorfendur til að mæta í Skautahöllina á Akureyri kl. 20.30 í kvöld og skemmta sér yfir góðum hokkíleik.