Björninn - Jötnar 5-1

Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Jötnar heimsóttu Björninn í Egilshöllina í gær. Bjarnarmenn sigruðu 5-1.

Björninn sýndi klærnar strax í upphafi og komst yfir á annarri mínútu leiksins með marki Hjartar Björnssonar. Hafi einhver haldið að það þýddi að Björninn myndi valta yfir gestina þá má segja að næstu 35 mínútur hafi svarað því. Hvorugu liðinu tókst að skora þar til að Ólafur Björnsson bætti við öðru marki Bjarnarins á 38. mínútu. Um mínútu síðar minnkaði Guðmundur Guðmundsson muninn fyrir Jötna með stoðsendingu frá Lars Foder og Jóhanni Má Leifssyni.

Bjarnarmenn gerði hins vegar út um leikinn í þriðju lotunni. Strax á upphafsmínútunni skoraði Ólafur Björnsson þriðja mark Bjarnarin, Hjörtur Björnsson kom heimamönnum í 4-1 á 51. mínútu og Trausti Bergmann skoraði fimmta mark Bjarnarins á 57. mínútu. Úrslitin 5-1.

Björninn
Hjörtur Björnsson 2/1
Ólafur Björnsson 2/0
Trausti Bergmann 1/0
Daniel Kolar 0/2
Daði Heimisson 0/1
Andri Helgason 0/1
Jón Andrésson 0/1
Refsingar: 10 mínútur

Jötnar
Guðmundur Guðmundsson 1/0
Lars Foder 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Refsingar: 8 mínútur

Liðin (á vef ÍHÍ)
Atvikalýsing (af vef ÍHÍ) 
Staðan í deildinni (af vef ÍHÍ)
Leikir og úrslit hjá Jötnum 

Næsti leikur Jötna verður strax um næstu helgi þegar þeir heimsækja Húna í Egilshöllina laugardaginn 29. september. 

Úr leik Jötna og Bjarnarins 20. desember 2011. Mynd: Sigurgeir Haraldsson.