Karfan er tóm.
Um helgina fer fram Barnamót SR í íshokkí þar sem eigast við krakkar í 5., 6. og 7. flokki frá Skautafélögunum
þremur. SA er með fimm lið á mótinu. Helgarmót 3. flokks fellur niður þrátt fyrir færð.
Tvö lið eru frá SA í 5. flokki, tvö í 6. flokki og eitt í 7. flokki. Mótið hefst í kvöld, en fyrstu leikir SA-liðanna hefjast kl.
11.10 á morgun þegar bæði 6. og 7. flokkur stíga á svellið. Leikjadagskráin (pdf-skjal).
Mót hjá 3. flokki fellur niður
Um helgina var fyrirhugað helgarmót í 3. flokki í Skautahöllinni á Akureyri en af því verður ekki - þó svo fært sé
suður.
Æfingatímar næstu viku:
Laugardaginn 20. apríl
9:00-10:00 4 flk.
10:00-10:55 3 flk.
Sunnudaginn 21. apríl
12:00-12:50 - 5., 6. og 7. flk., þau sem fara ekki suður að keppa mega mæta og hafa gaman.
Þríðjudaginn 23. apríl
Venjulegar æfingar og síðasti dagur til að skrá sig fyrir vormótið í maí.
Fimmtudaginn 25. apríl
Engar æfing vegna sumardagsins fyrsta.
Laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. apríl
Innanfélagsmót og síðan lokahóf fyrir 5., 6. og 7. flk. kl. 13:00-15:00 sunnudaginn 28 apríl. Þá verða grillaðar pylsur bak við
höllina og krakkarnir fá viðurkenningu og liðsmynd.
Lokahóf fyrir 4. flk. verður haldið seinna í maí. Upplýsingar koma síðar.