Fjölmenni á stelpuhokkídegi

Fjölmenni á stelpuhokkídegi
Fjölmenni á stelpuhokkídegi


Í dag er haldinn alþjóðlegur stelpuhokkídagur til að vekja athygli á þessari skemmtilegu íþrótt og fá fleiri stelpur til að koma og prófa. Fjölmargar stelpur komu og prófuðu í Skautahöllinni á Akureyri.

Hinn alþjóðlegi stelpuhokkídagur er haldinn um allan heim í dag, sunnudaginn 14. október. Hér á landi gafst stelpum kostur á að koma og prófa hokkí í Skautahöllunum á Akureyri og í Laugardal, en sérstakur stelpuhokkídagur var í Egilshöllinni fyrir viku þegar Björninn stóð fyrir alþjóðlegu hokkímóti þar.

Öllum stelpum var boðið að koma og prófa íshokkí frítt. Kylfur, hjálmar og skautar voru til reiðu á staðnum. Landsliðskonur í íshokkí - sem eru fjölmargar úr röðum SA, eins og allir vita - voru á svellinu og utan þess, aðstoðuðu stelpurnar og kenndu þeim réttu tökin.

Mætingin í Skautahöllina á Akureyri var frábær í dag, fjölmargar stelpur komu og prófuðu og hvetjum við þær allar að sjálfsögðu til að koma aftur og mæta á æfingar - það er nefnilega æfingin sem skapar meistarann.

Fréttaritari brá sér á svellið og tók nokkrar myndir sem komar eru í myndasafn hér á síðunni.