Hokkí um helgina: Innanfélagsmót í yngri flokkunum


Breytingar verða núna um helgina vegna veðurs og ófærðar. Landsliðsæfingum sem áttu að vera á Akureyri um helgina er frestað, en í stað þeirra verður haldið innanfélagsmót í 4., 5., 6. og 7. flokki.

Upplýsingablað (pdf-skjal) sýnir leikmannalista og tímasetningar fyrir alla flokkana. Foreldrum er bent á að skoða listana til að sjá hvenær börnin eiga að spila. Allir spila tvo leiki um helgina. Gerð hefur verið smávægileg breyting á liðunum vegna fjölgunar leikmanna.

Deildir og tímar:
4. fl. og 5A fl.: Laugardag kl. 8.00-11.00.
5B og 6. fl.: Sunnudag kl. 11.00-13.00 (á 2/3 svelli)
7. fl. - NÝTT: Sunnudag kl. 11.00-13.00 (á 1/3 svelli)
Athugið að mismunandi mætingatímar eru fyrir liðin eftir því hvenær liðin hefja keppni.

Óskað er eftir aðstoð foreldra, svo sem við að finna treyjur, vera með á bekknum og fleira. Hafið samband við Söruh Smiley ef þið getið hjálpað til - einnig ef ykkar barn vantar á listann eða ef það getur ekki mætt.

Og svo mætum við auðvitað öll til að hvetja börnin. Það verður heitt á könnunni og fullt af skemmtilegu fólki til að spjalla við.