Jötnar - Fálkar 3-1 (0-0, 2-0, 1-1)

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)


Jötnar sigruðu Fálka 3-1 á Íslandsmótinu í íshokkí í mfl. karla í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Jötnar hafa sex stig eftir þrjá leiki.

Liðunum gekk illa að skora lengi vel, en Fálkar voru þó hættulegri upp við markið í fyrsta leikhlutanum. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrsta leikhlutanum og annar leikhluti var nær hálfnaður þegar fyrsta mark leiksins kom og þá var það Jóhann Már Leifsson sem skoraði eftir stoðsendingu Andra Más Mikaelssonar. Innan við þremur mínútum síðar skoruðu Jötnarnir aftur, að þessu sinni var það Hafþór Sigrúnarson, stoðsendingar áttu Andri Már og Björn Már Jakobsson. 

Í þriðja leikhlutanum var fullt af góðum marktækifærum á báða bóga en þó leit þriðja mark leiksins ekki dagsins ljós fyrr en langt var liðið á leikhlutann. Ingvar Þór Jónsson kom þá Jötnum í 3-0 með stoðsendingu frá Andra Má Mikaelssyni. Það var svo Arnþór Bjarnason sem minnkaði muninn í 3-1 á lokamínútunni, með stoðsendingu Kára Guðlaugssonar og Tómasar Ómarssonar.

Þrátt fyrir nokkuð marga brottrekstra á bæði lið voru öll mörkin skoruð þegar jafnt var á með liðunum.


Úrslitin: Jötnar - Fálkar  3-1 (0-0, 2-0, 1-1)

Jötnar - mörk/stoðsendingar
Jóhann Már Leifsson 1/0
Hafþór Sigrúnarson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/3
Björn Már Jakobsson 0/1
Refsingar: 22 mínútur

Fálkar - mörk/stoðsendingar
Arnþór Bjarnason 1/0
Kári Guðlaugsson 0/1
Tómas Ómarsson 0/1
Refsingar: 26 mínútur 

Tölfræði mfl. kk (ÍHÍ)
Staðan, mfl. kk. (ÍHÍ)

Myndir: Sigurgeir Haraldsson.