Karfan er tóm.
SA sigraði Björninn í öðrum leik liðanna í úrslitum mfl. kvenna í gærkvöldi. Liðið getur tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á morgun.
Leikurinn var lengst af jafn og spennandi, staðan 1-1 eftir fyrsta leikhluta. Um miðjan annan leikhluta bætti SA við öðru marki og síðan því þriðja alveg í lok annars leikhluta. Fjórða og fimmta markið komu síðan þegar innan við tíu mínútur voru eftir.
Staðan í einvíginu er því orðin 2-0. Þriðji leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. mars, og hefst kl. 17.00. Þar getur lið SA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Ástæða er til að hvetja félagsmenn og Akureyringa almennt til að fjölmenna í höllina og taka þátt í að halda þessum bikar á Akureyri.
Bein textalýsing var frá leiknum á mbl.is.
Mörk/stoðsendingar
Björninn:
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/1
SA:
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Jónína Guðbjartsdóttir 1/0
Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Birna Baldursdóttir 0/2
Silja Gunnlaugsdóttir 0/1
Sólveig Smáradóttir 0/1
Myndina með þessari frétt tók Sigurgeir Haraldsson þegar okkar stelpur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Vonandi verður gleðin sú sama á morgun!