Karfan er tóm.
Björninn sigraði Víkinga í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag. Lokatölur urðu 5-1. Tíu mínútna kafli þar sem Víkingar voru 1-2 fleiri dugði þeim ekki til að skora. Þriðji flokkur vann einn leik af fjórum á helgarmóti í Laugardalnum.
Þrátt fyrir kröftuga byrjun beggja liða voru það aðeins heimamenn í Birninum sem náðu að skora í upphafi leiks. Matthías Skjöldur Sigurðsson gerði þá tvö mörk með um tveggja mínútna millibili um miðbik fyrsta leikhluta. Andri Freyr Sverrisson minnkaði muninn í 2-1 í lok leikhlutans. Hvorugu liðinu tókst að skora í öðrum leikhluta.
Í upphafi þriðja leikhluta voru Bjarnarmenn einum til tveimur færri nánast óslitið í tíu mínútur, en það dugði Víkingum ekki til að skora. Þess í stað voru það Bjarnarmenn sem röðuðu inn mörkunum undir lokin, fyrst skoraði Matthías Skjöldur sitt þriðja mark og síðan bætti Úlfar Jón Andre´sson við tveimur mörkum. Úrslitin: Björninn - Víkingar 5-1 (2-1, 0-0, 3-0).
Mörk/stoðsendingar
Björninn
Matthías Skjöldur Sigurðsson 3/0
Úlfar Jón Andrésson 2/3
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2
Andri Már Helgason 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 22
Víkingar
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Refsimínútur: 4
Varin skot: 25
Næsti leikur í mfl. karla verður í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 29. október og hefst hann kl. 19.30. Þar mætast Jötnar og Fálkar. Næsti leikur Víkinga verður laugardaginn 9. nóvember þegar þeir mæta liði Húna í Egilshöllinni.
Þriðji flokkur tók þátt í helgarmóti í Skautahöllinni í Laugardal og vann einn leik af fjórum.