Öruggur sigur Víkinga í Laugardalnum

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (15.09.2012)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (15.09.2012)


Víkingar sigruðu Fálka í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi með sjö mörkum gegn engu. Andri Freyr Sverrisson skoraði þrjú mörk.

Tíðindalítið var fyrsta korterið í leiknum, en Víkingar brutu ísinn með fyrsta markinu eftir tæplega 15 mínútna leik og bættu við tveimur á skömmum tíma áður en fyrsta leikhluta lauk. Þeir bættu svo við tveimur mörkum í öðrum leikhluta og tveimur í þeim þriðja.

Samkvæmt atvikalýsingu frá leiknum (leikskýrsla ekki komin inn) fékk Zdenek Prochazka, leikmaður Víkinga, dóm þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, svokallaðan "Game Misconduct". 

Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Refsingar: 24 mínútur

Víkingar
Andri Freyr Sverrisson 3/0
Lars Foder 1/2
Stefán Hrafnsson 1/1
Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Hafþór Sigrúnarson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Jóhann Már Leifsson 0/1
Refsingar: 26 mínútur

Atvikalýsing (af vef ÍHÍ)