SA - Björninn 7-3 (leik lokið)

LEIK LOKIÐ! SA sigraði Björninn í fyrsta leik úrslitarimmunnar, 7-2

59:10 7-3 Birna Baldursdóttir skorar án stoðsendingar.

58:00 6-3 Birna Baldursdóttir skorar í tómt markið eftir stoðsendingu frá Önnu Sonju Ágústsdóttur. 

Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum tók Björninn markmann sinn út af til að auka sóknarþungann. Eftir það var mikill atgangur við mark SA, en inn vildi pökkurinn ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gestanna. Að lokum náðu SA-stelpur pökknum og Birna Baldursdóttir skoraði í autt markið utan af velli.

52:43 5-3 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir minnkar muninn fyrir Björninn, stoðsending frá Kristínu Ingadóttur og Sigrúnu Sigmundsdóttur. 

52:08 Tripping, 2 mín., Guðrún Blöndal SA.

Leikmenn SA hafa sótt talsvert meira en Bjarnarstelpur í þriðja leikhluta. Ef til vill er breiddin eitthvað að segja til sín núna þegar líður á leikinn.

49:33  5-2 Birna Baldursdóttir, stoðsending Jónína Guðbjartsdóttir og Sarah Smiley. Aðeins örfáum sekúndum eftir að Flosrún Vaka fór í boxið skoruðu okkar stelpur fimmta markið. 

49:20 Tripping, 2 mín., Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Birninum.

47:14 4-2 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir minnkar muninn fyrir Björninn.

46:09 Slashing, 2 mín., Guðrún Blöndal SA.

41:13 4-1 Anna Sonja Ágústsdóttir skoraði eftir stoðsendingu frá Söruh Smiley og Lindu Brá Sveinsdóttur.

Öðrum leikhluta lokið.

Leikurinn er jafn og spennandi, eini munurinn í öðrum leikhluta var að SA skoraði tvö mörk en Björninn ekkert. Bæði lið spiluðu talsvert betur en í fyrsta leikhlutanum. 

37:32 Of margar á ís, Solveig Gærdbo Smáradóttir SA tekur út refsingu.

33:21 Hooking, 2 mín., Bergþóra Jónsdóttir, Birninum.

Björninn sótti fast á meðan þær voru einum fleiri og var mikill atgangur við mark SA. Stangarskot og dauðafæri, en ekki mark.

27:58 Tripping, 2. mín., Guðrún Blöndal, SA.

27:35 3-1 Sara Smiley skoraði þriðja mark SA, stoðsending frá Diljá Sif Björgvinsdóttur og Guðrúnu Marín Viðarsdóttur. 

26:40 2-1 Guðrún Blöndal skoraði annað mark SA og kom okkar stelpum í 2-1. Stoðsending frá Birnu Baldursdóttur.

24:05 Slashing, 2 mín., Linda Brá Sveinsdóttir, SA

Annar leikhluti hafinn. 

Fyrsti leikhluti: 1-1
Fyrsta leikhluta er lokið, staðan er jöfn, 1-1. Leikurinn hefur verið nokkuð jafn, en okkar stelpum hefur gengið illa að ná upp spili sín á milli. Kannski taugarnar að segja til sín, kannski ferðaþreyta eða óuppgerður tímamismunur sem segir til sín hjá báðum liðum því innan raða þessara liða eru allir leikmenn íslenska landsliðsins sem keppti á HM í Suður-Kóreu í liðinni viku. Stelpurnar komu heim um helgina og einhverjar eru líklega enn að jafna sig á tímamismuninum. 

17:17 Holding, 2 mín., Bergþóra Jónsdóttir, Birninum.

13:58 Tripping, 2 mín, Þorbjörg Eva Geirsdóttir, SA

11:55 1-1 Sarah Smiley búin að jafna leikinn, stoðsending frá Önnu Sonju Ágústsdóttur.

07:59 Interference, 2 mín., Sigríður Finnbogadóttir, Birninum.

07:50 0-1 gestirnir í Birninum komnir yfir eftir tæplega átta mínútna leik. Steinunn Sigurgeirsdóttir skoraði markið, stoðsending Lilja María Sigfúsdóttir.

Lið SA: 
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Íris Hafberg, Eva María Karvelsdóttir, Arndís Sigurðardóttir, Guðrún Blöndal, Solveig Gærdbo Smáradóttir, Linda Brá Sveinsdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Sarah Smiley, Diljá Sif Björgvinsdóttir, Þorbjörg Eva Geirsdóttir, Védís Áslaug Valdimarsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Birna Baldursdóttir, Leena-Kaisa Viitanen, Elise Marie Väljaots, Thelma María Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Lið Bjarnarins:
Karitas Sif Halldórsdóttir, Lilja María Sigfúsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Karen Ósk Þórisdóttir, Sigríður Finnbogadóttir, Kristín Ingadóttir, Sóley Jóhannesdóttir, Anna Birna Guðlaugsdóttir, Snædís Kristjánsdóttir, Rebekka Lísa, Regína Ósk Garðarsdóttir.