SA-Ynjur sigruðu í Laugardalnum

Úr leik Ynja og Ásynja. Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Úr leik Ynja og Ásynja. Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ynjurnar sóttu auðveldan sigur í Laugardalinn. Sögulegur viðburður á svellinu, mæðgin saman í liði.

Segja má að leikur SA-Ynja gegn SR á föstudagskvöldið hafi verið sögulegur, ekki vegna úrslitanna heldur vegna þess að í liði SR voru mæðgin, væntanlega í fyrsta skipti í leik í meistaraflokki kvenna hér á landi og þótt víðar væri leitað. Frá þessu er sagt á vef SR, en í liði heimamanna voru þau Bára Einarsdóttir, aldursforseti kvennaliðs SR, og Einar Dagur Ómarsson, sonur hennar.

Leiknum lauk með 15-0 sigri SA-Ynja, en því miður höfum við ekki nákvæmar tölfræðiupplýsingar úr leiknum. 

Staðan í deildinni