Karfan er tóm.
Íslendingar sigruðu Belga á HM í dag, 6-3. Jón Benedikt Gíslason skoraði tvö mörk.
Án þess að hér verði nokkuð sagt eða gefið í skyn um ástæður brottrekstra þá er skondið að skoða atvikalýsingu leiksins og beina lýsingu á mbl.is annars vegar og viðtal mbl.is við landsliðsþjálfarann fyrir leik hins vegar.
Þjálfarinn sagði í því viðtali að íslenska liðið mætti ekki við neinum bjánalegum brottvísunum gegn sterku liði Belga. Belgar komust yfir snemma leiks, Jón Benedikt Gíslason jafnaði, en Belgar komust aftur yfir skömmu eftir það. Áður en fyrsta leikhluta lauk náðu Íslendingar að jafna í 2-2.
Aðeins ein tveggja mínútna brottvísun leit dagsins ljós í fyrsta leikhluta, en það átti eftir að breytast í öðrum leikhlutanum. Þá voru alls 15 tveggja mínútna brottvísanir, þar af níu á íslenska liðið. En aðeins eitt mark skorað og það gerðu Belgar.
Íslendingar jönfuðu í upphafi þriðja leikhluta, staðan 3-3. Íslenska liðið kláraði svo leikinn með stæl, skoraði þrjú síðustu mörkin. Lokatölur: Ísland - Belgía 6-3 (2-2, 0-1, 4-0). Jón Benedikt Gíslason skoraði tvö mörk í dag og þeir Andri Freyr Sverrisson, Ingvar Þór Jónsson og Sigurður Reynisson áttu allir stoðsendingu.
Þegar upp var staðið voru skot liðanna á mark álíka mörg, 40 frá Belgum og 38 frá Íslendingum. Íslendingar máttu hins vegar dúsa í boxinu í 20 mínútur, en Belgar í 12.
Á morgun er frí hjá strákunum, en næsti leikur verður gegn Áströlum á laugardag kl. 18.30 að íslenskum tíma.