Sigur í Laugardalnum

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (02.02.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (02.02.2013)


Víkingar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga í kvöld. Framundan er hreinn úrslitaleikur um efsta sæti deildarinnar og oddaleiksréttinn gegn Birninum.

Hvort liðið skoraði eitt mark í fyrstu lotu. Sigurður Sigurðsson kom Víkingum yfir eftir nokkurra mínútna leik, en Tómas Ómarsson jafnaði undir lok leikhlutans.

Um miðjan annan leikhluta skoruðu Víkingar tvö mörk, fyrts Lars Foder með stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni og síðan öfugt, Stefán með stoðsendingu frá Lars.

Andri Már Mikaelsson kom Víkingum síðan í þriggja marka forystu í lokaleikhlutanum áður en Gauti Þormóðsson minnkaði muninn í 2-4. Lokatölur: SR - Víkingar 2-4 (1-1, 0-2, 1-1)

Mörk/stoðsendingar
SR
Tómas Ómarsson 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Egill Þormóðsson 0/1
Refsingar: 43 mínútur

Víkingar
Sigurður Sigurðsson 1/0
Lars Foder 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1
Andri Már Mikaelsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/1
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Refsingar: 12 mínútur

Með sigrinum eru Víkingar komnir í 38 stig í deildinni, hafa þriggja stiga forystu á Björninn fyrir lokaleik þessara liða í deildarkeppninni. Það verður því hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni laugardaginn 2. mars.