Karfan er tóm.
Eftir naumt tap gegn Húnum í Egilshöllinni í gærkvöldi náðu Jötnar að sigra Fálka í kvöld með sex marka mun.
Vegna frestunar leiks fyrir viku var ákveðið að Jötnar myndu fara í tveggja leikja höfuðborgarreisu um þessa helgi. Þeir mættu Húnum í Egilshöllinni í gærkvöldi og töpuðu naumlega, 5-4. Seinni leikurinn var svo gegn Fálkum í Skautahöllinni í Lgaugardal í kvöld og þar sigruðu Jötnar örugglega, 1-7.
Húnar komust í 2-0, skoruðu eitt mark í fyrsta leikhluta og annað um miðjan annan leikhluta áður en Ben DiMarco minnkaði muninn í 2-1. Skömmu seinna komu svo tvö mörk frá Húnum með um mínútu millibili og staðan orðin 4-1 eftir tvo leikhluta. En Jón B. Gíslason minnkaði muninn í tvö mörk snemma í þriðja leikhlutanum. Húnar juku muninn aftur í þrjú mörk, en Ben DiMarco svaraði um hæl, staðan orðin 5-3. Stefán Hrafnssson skoraði fjórða markið þegar um átta mínútur voru til leiksloka, en þar við sat. Úrslit: Húnar - Jötnar 5-4 (1-0, 3-1, 1-3).
Mörk/stoðsendingar
Húnar
Brynjar Bergmann 2/1
Arnar Elfar 1/0
Gunnlaugur Guðmundsson 1/0
Lars Foder 1/0
Thomas Nielsen 0/1
Refsimínútur: 10
Varin skot: 22
Jötnar
Ben DiMarco 2/1
Jón B. Gíslason 1/1
Stefán Hrafnsson 1/2
Refsimínútur: 12
Varin skot: 29
Seinni leikur helgarinnar var síðan gegn Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal síðdegis í dag.
Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrsta leikhluta, en Ben DiMarco kom Jötnum yfir í upphafi annars leikhluta, en Fálkar jöfnuðu á sömu mínútunni. Ingþór Árnason og Stefán Hrafnsson bættu vð tveimur mörkum í öðrum leikhluta og staðan orðin 1-3 Jötnum í vil. Í þriðja leikhluta bættu Jötnar svo við fjórum mörkum, Jón B. Gíslason gerði tvö, Ingólfur Tryggvi Elíasson eitt og síðan Stefán Hrafnssson sitt annað mark í leiknum.
Með sigrinum á Fálkum í kvöld eru Jötnar komnir í 17 stig og eiga einn leik eftirr. Það er því ljóst eftir tapið gegn Húnum í gærkvöldi að Jötnar geta ekki náð Húnum. Húnar eru öruggir í þriðja sætinu og Jötnar í því fjórða. Úrslitin: Fálkar - Jötnar 1-7 (0-0, 1-3, 0-4).
Mörk/stoðsendingar
Fálkar
Jón Óskarsson 1/0
Refsimínútur: 12
Varin skot: 28
Jötnar
Ben DiMarco 1/2
Ingþór Árnason 1/0
Stefán Hrafnsson 2/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/3
Jón B. Gíslason 2/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 0/1
Refsimínútur: 8
Varin skot: 13